Hagnaður / (tap) ársins

 

Hagnaður samstæðunnar eftir skatta nam tæpum 2,9 milljörðum króna samanborið við tæplega 3,3 milljarða króna hagnað 2014.

Rekstrartekjur

 

Sala jókst lítillega milli ára og nam 30,4 milljörðum króna samanborið við 30,3 milljarða árið áður.

EBITDA

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 8 milljörðum króna. Hann nam 8,3 milljörðum árið 2013. EBITDA hlutfallið var 26,5% en var 27,4% árið áður.

Handbært fé án vaxta og skatta

 

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 7,7 milljörðum króna á árinu, samanborið við 7,5 milljarða árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 6,4 milljörðum króna samanborið við 5,8 milljarð árið áður.

Fjárfestingar

 

Fjárfestingar samstæðunnar voru þær mestu um árabil og námu tæpum 4,7 milljörðum króna eða 15,4% af tekjum.

Eigið fé

 

Efnahagur samstæðunnar hefur tekið miklum breytingum í kjölfar endurfjármögnunar félagsins. Eiginfjárhlutfall Símans hf. er 52,8% og eigið fé er 32,8 milljarðar króna.

Hreinar vaxtaberandi skuldir

 

Vaxtaberandi skuldir námu rétt rúmlega 20 milljörðum við lok tímabils en voru 21,4 milljarðar árið áður. Hreinar vaxtaberandi skuldir voru rúmlega 20 milljarðar króna og lækkuðu um 1,3 milljarða á árinu.

Hreinar vaxtaberandi skuldir / EBITDA

 

Hlutfall skulda/EBITDA hefur lækkað mikið á undanförnum árum samfara bættri afkomu og lækkun skulda. Við árslok 2015 var hlutfallið tæplega 2,5 og hafði lækkað úr 2,58 frá fyrra ári.