2015

Samsteypan: Síminn og Skipti sameinuðust

Tilkynnt var í ársbyrjun að Síminn og Skipti, sem þá var móðurfélagið, mættu sameinast. Samkeppniseftirlitið heimilaði þá samrunann sem félagið hafði tilkynnt um tæpu ári áður – með fyrirvara um samþykki þess.

Síminn: Börnin sömdu lög á spjaldtölvur

Hátt í fimmtíu börn og táningar lærðu að búa til og framreiða tónlist á símum og spjaldtölvum í tengslum við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík í febrúar. Settar voru upp vinnusmiðjur undir nafninu Sónar krakkar og lauk þeim með tónleikum í Hörpu þar sem þátttakendur fluttu frumsamda tónlist. Síminn stóð stoltur fyrir Sónar krakkar vinnusmiðjunum og tónleikunum í samstarfi við Sónar Reykjavík, RÚV og Hörpu. Hann var einnig styrkjandi tónlistarhátíðarinnar, sem hefur fest sig í sessi.

Sensa: Keypti Basis og sameinaði félögin

Sensa, dótturfélag Símans, keypti þjónustu- og ráðgjafarfyrirtækið Basis ehf. sem starfaði á sviði rekstrar og hýsingar tölvukerfa. Fyrirtækin voru sameinuð undir nafni Sensa. Starfsfólk Basis færðist til Sensa. Með sameiningunni hefur Sensa á að skipa á annað hundrað sérfræðinga í rekstri, hýsingu og samskiptalausnum, auk þess sem 15 starfsmenn starfa hjá dótturfélagi Sensa í Danmörku.

Síminn: Studdum snjóbrettakappa á Akureyri

Síminn stóð sem fyrr þétt við hátíðina Iceland Winter Games sem haldin var á Akureyri um mánaðamótin mars og apríl. Iceland Winter Games er vikulöng vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í þriðja sinn í ár, 2016.

Síminn: SkjárEinn og Síminn sameinast

SkjásEinn og Síminn sameinuðust á árinu, eins og sagt var frá í apríl. Færðist þar með rekstur Skjásins, SkjárEins, Skjárbíós, Skjárkrakka, Skjárheims, Skjársport og útvarpsstöðvarinnar K100,5 undir Símann.

Míla: Nethraðinn tvöfaldast á árinu

Gríðarleg hraðaaukning hefur verið á internetinu hér á landi á síðustu árum. Fjarskipti og upplýsingatækni hér á landi eru í fremstu röð á heimsvísu og það þrátt fyrir strjálbýlið. Ísland situr í þriðja sæti samkvæmt skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins eins og síðustu ár og hefur hækkað í stigum. Nethraðinn á Ljósnetinu tvöfaldaðist á árinu og hóf Míla að uppfæra netið í 100 MB/s á fyrrihluta árs.

Sjónvarp Símans: Tístað á skjánum

Sjónvarp Símans tók mörg framfaraskref á árinu. Blái takkinn var kynntur til leiks í maí en með því að ýta á hann á fjarstýringunni varpast öll Twitter-tíst um valda viðburði sem sjá má í sjónvarpinu upp á skjáinn. Fjölmargar nýjungar í Sjónvarpi Símans voru kynntar á árinu, eins og nýtt viðmót. Þá geta foreldrar nú nýtt foreldrastýringu með einföldum hætti og verndað börnin fyrir sjónvarpsefni sem hentar ekki aldri þeirra. Þá hóf Síminn í desember að bjóða viðskiptavinum að kaupa staka leiki í Meistaradeildinni og enska boltanum. Þessar breytingar bættust við margar aðrar á árinu.

Síminn: Spotify Premium streymi

Síminn tryggði viðskiptavinum sínum tækifæri til að streyma Spotify Premium-tónlistinni um snjalltækin án þess að hún taki af gagnamagninu á farsímaneti Símans. Ástæðan er einföld: Tónlist er alltaf best taumlaus. Síminn hefur unnið með Spotify í rúm tvö ár og hefur boðið viðskiptavinum sínum Premium þjónustu tónlistarveitunnar með sínum 30 milljónum laga fyrir sex mánaða viðskiptasamband.

Farsíminn: Viðskiptavinir á erlendum 4G kerfum

Frá sumarbyrjun gátu viðskiptavinir Símans reikað á háhraðafarsímanetum erlendis. 4G kerfi hvers landsins á fætur öðru bættust við þegar leið á sumarið og í desember voru þau orðin 17.

K100: Glænýtt stúdíó í notkun

Pallaball var í beinni á útvarpsstöðinni K100 í júní þegar hún fagnaði því að vera flutt í höfuðstöðvar Símans í Ármúla. Svali og Svavar Örn sendu morgunþátt sinn út í nýju í sérhönnuðu stúdíóinu í fyrsta sinn þann 22. júní.

Aldrei fleiri lið á Símamótinu

Símamótið, stúlknamót Breiðabliks í knattspyrnu, er eitt stærsta verkefni Símans yfir sumarmánuðina. Með hverju ári stækkar mótið. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks á Símamótinu eins og sumarið 2015. Þau voru 299. Þjálfarar, liðstjórar og fararstjórar voru hátt í fjögur hundruð og um 450 foreldrar unnu við mótið. Símamótið er langstærsta og elsta knattspyrnumót landsins fyrir stúlkur og er enn að vaxa. Síminn hefur stutt mótið síðustu ár og fylgst stoltur með þúsundum gesta og keppenda á mótinu, sem mótað hefur knattspyrnuhetjur landsins.

SkjárEinn: Samningur við 20th Century Fox

Síminn samdi við risann Twentieth Century Fox á árinu 2015 og er samningurinn sá mikilvægasti fyrir SkjáEinn í áraraðir. SkjárEinn er nú með meira framboð af nýjum sjónvarpsþáttum en nokkru sinni fyrr. SkjárEinn fær einnig eldri þáttaraðir sem hægt verður að sýna í línulegri dagskrá, auk streymisþjónustunnar.

Farsíminn: Á heimsmælikvarða með Ericsson

Síminn gerði nýjan fimm ára samstarfssamning við Ericsson um frekari útbreiðslu og öflugra farsímanet Símans hér á landi. Samhliða uppsetningu 4G LTE snjallsenda verður farsímakerfið allt uppfært til að tryggja uppbyggingu netkerfis á heimsmælikvarða. Ericsson mun leggja til allan fjarskiptabúnað og sameiginlegt miðlægt kerfi farsíma. VoLTE verður kynnt til sögunnar á samningstímanum en með því gefst notendum færi á hágæða símtölum og hraðvirkari símtalstengingum.

Míla: Ljósleiðari á 30 þúsund heimili

Míla tilkynnti í september að hún stefni að því að ljúka við að tengja 30.000 heimili á höfuðborgarsvæðinu við ljósleiðaranet sitt fyrir lok næsta árs. Síðustu ár hefur Míla lagt háhraðatengingar til heimila með Ljósveitu. Ljósveita er sambland ljósleiðara og kopars og eru um 120 þúsund heimili tengd henni og nýta um 22 þúsund þeirra 100 Mb/s tengingu.

Staki: Vel sótt ráðstefna

Um 130 fulltrúar frá um 90 fyrirtækjum mættu á ráðstefnu Staka um meðhöndlun gagna og mikilvægi skýrra ferla, sem haldin var í september á Hótel Natur. Meðal framsögumanna var Mika Leonsari frá QPR Software sem talaði um mikilvægi ferlagreininga til hagsbóta fyrir rekstur fyrirtækja. Ráðstefnan var afar vel heppnuð og líflegar umræður spunnust um ýmis þau málefni sem þarna voru á dagskrá.

SkjárEinn: Aftur í opna dagskrá

Síminn opnaði fyrir línulega dagskrá SkjásEins fyrir landsmenn í október. Þessi sjónvarpstöð, sem um árabil hafði verið á um 15 þúsund heimilum, var þá á 120 þúsund heimilum. Samhliða kynnti Síminn Heimilispakkann með öllum helstu vörum sínum á einu verði, mun hagstæðara en greiða þarf fyrir hverja staka vöru innan hans. Innan Heimilispakkans var meðal annars streymisþjónustan SkjárEinn hjá Símanum, sem keppir við erlendar efnisveitur eins og Netflix. Í streymisþjónustunni má horfa á forsýningar þátta og hefur sú þjónusta slegið í gegn.

SkjárEinn: The Voice Ísland slær heimsmet

Landsmenn slógu heimsmet í áhorfi á The Voice sem Síminn framleiddi fyrir SkjáEinn. „Við er mjög stolt af þeim glæsilega árangri sem The Voice hefur náð á Íslandi,“ sagði Jelmar Hagen, leyfisstjóri sýningarréttarins að þættinum hjá Talpa Global B.V., á þeim tímapunkti. Hann segir að hvergi í heiminum hafi markaðshlutdeild þáttarins verið meiri í sjónvarpi. Alls 61% sjónvarpsáhorfenda, undir fimmtugu, valdi þáttinn umfram annað efni þetta föstudagskvöldið í nóvember.

Sjónvarp Símans: Stakir fótboltaleikir til sölu

Frá desembermánuði hefur verið hægt að kaupa staka leiki í Meistaradeild Evrópu í Sjónvarpi Símans. Þessi Pay-Per-View þjónusta takmarkast ekki við íþróttaviðburði heldur hefur Síminn þróað með Sinfóníuhljómsveit Íslands áskrift að tónleikum sveitarinnar í Sjónvarpi Símans. Þetta samstarf hefur leitt til þess að Síminn er nú reiðubúinn til að selja aðgang að viðburðum í Eldborg Hörpu til viðskiptavina sinna um allt land.

SkjárEinn: Metáhorf í opinni dagskrá

Við opnun SkjásEins jókst áhorfið á stöðina til muna. Strax á fyrstu viku eftir opnun jókst hlutfall þeirra sem stilltu á SkjáEinn í hverri viku frá um 25% upp í tæplega 65%. Í desember fór stöðin í fyrsta skipti yfir Stöð 2 í áhorfi í aldurshópnum 12 – 49 ára, m.a. í sjálfri jólavikunni þar sem samkeppnin um afþreyingarefni er hvað hörðust.

Farsími: 4G nær til 89% landsmanna

4G kerfi Símans náði í árslok 2015 til 89% landsmanna. Uppbygging á 4G-þjónustu heldur áfram og í lok árs 2016 ætlar Síminn að vera kominn með um 93,5% útbreiðslu. Uppbygging á 4G-kerfi sem nær til sjófarenda allt í kringum landið er einnig á góðu skriði. Þá hefur mikil þétting orðið á 3G langdrægu kerfi Símans á miðunum í kringum landið sem gefur sjómönnum netaðgang líkt og þeir væru í landi. 3G-langdrægnin nær allt að 100 km út fyrir strendur Íslands.

Þjónusta: Sérsniðin snjallsímanámskeið

Þegar árinu lauk var ljóst að alls höfðu 320 mætt á snjallsímanámskeið. Námskeiðin voru 34. Um 100 mættu á iPhone námskeið en 220 á android. Árið var það þriðja þar sem kennt er á snjalltækin. Nú hafa nærri 1150 manns sótt snjallsímanámskeiðin, sem sérfræðingar Símans settu saman og hafa sniðið að þörfum viðskiptavina. Skráðu þig á snjallsímanámskeið hér. Skráðu þig á snjallsímanámskeið!