Í stuttu máli

26,4%

EBITDA hlutfall samstæðunnar var 26,4% árið 2015 og lækkaði lítillega milli ára.

837

Fjöldi starfsmanna innan félagsins var 837 við lok árs 2015, þar af 537 innan móðurfélagsins.

52,8%

Eiginfjárhlutfallið var rétt tæplega 53% og hækkaði milli ára um 3,8 prósentustig.

Síminn er stærsta fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Hlutverk hans er að vera í fararbroddi á íslenskum fjarskiptamarkaði og veita viðskiptavinum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, heildstætt vöruframboð á sviði fjarskipta. Þjónustan er einkum fjórþætt: Talsími, farsími, netþjónusta og fjölmiðlun. Viðskiptavinir eru um 115 þúsund talsins, þar af eru um 88% einstaklingar sem gefa um 48% af tekjunum.

Sameining Símans og Skipta, fyrrum móðurfélags samstæðunnar, tók gildi á árinu 2015. Síminn er nú móðurfélag allra dótturfélaga. Þau eru sex: Míla, Sensa, Radíómiðun, On-Waves, Staki og Talenta.

Míla á og rekur fjarskiptanet en helstu eignir félagsins eru aðgangsnet, kopar/ljóstengingar, inn á öll heimili og fyrirtæki í landinu og stofnnet, ljósleiðaraflutningsnet/örbylgjur, sem hringtengir alla helstu þéttbýlisstaði Íslands.

Sensa er þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni sem leggur áherslu á hýsingar-, rekstrar- og samskiptalausnir fyrir fyrirtæki, þar á meðal Símann. Utan Íslands er Síminn með rekstur í Danmörku þar sem fyrirtækið á Sensa DK. Þá starfar fyrirtækið On-Waves ehf. einkum utan Íslands.

Staki Automation ehf. er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur höfuðáherslu á sjálfvirkni í ferlum og Talenta er upplýsingatæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, þjónustu og þróun á SAP viðskiptahugbúnaði. Loks er það Radíómiðun sem hefur gegnt lykilhlutverki í innleiðingu nýrra fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í samstarfi við Símann.

Síminn gerir dótturfélögum sínum kleift að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni. Þjónusta Símans við dótturfélög er á sviði rekstrar, fjármála, viðskipta- og tækniþróunar, mannauðsstjórnunar og lögfræðiþjónustu. Auk þess sér Síminn um rekstur mannvirkja og veitir ýmsa aðra stoðþjónustu. Þjónusta Símans við Mílu er í samræmi við ákvæði sáttar félaganna við Samkeppniseftirlitið.

Síminn er skráður á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.


Stjórn Símans

Stjórn Símans hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórnin er skipuð þeim Sigríði Hrólfsdóttur formanni, Ingimundi Sigurpálssyni, varaformanni stjórnar, Heiðrúnu Jónsdóttur, Helga Magnússyni og Stefáni Árna Auðólfssyni. Allir stjórnarmenn voru fyrst kjörnir í stjórn á árinu 2013.Sigríður Hrólfsdóttir

formaður stjórnar

Sigríður Hrólfsdóttir leiðir stjórn Símans. Hún var fyrst kjörin í stjórnina 2. júlí 2013. Sigríður situr einnig í stjórn Mílu. Sigríður hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi frá 2010 og meðal annars starfað sem framkvæmdastjóri Árvakurs hf., verið framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskipafélags Íslands hf. og sérfræðingur í fjárstýringu Íslandsbanka hf. Hún útskrifaðist sem Cand. oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1990 og hefur MBA gráðu frá University of California, Berkeley 1994.

Ingimundur Sigurpálsson

varaformaður stjórnar

Ingimundur Sigurpálsson er varaformaður stjórnar. Hann var fyrst kjörinn 2. júlí 2013. Ingimundur er forstjóri Íslandspósts hf. Hann hefur áralanga reynslu og hefur einnig gegnt forstjórastarfi Eimskipafélags Íslands, verið bæjarstjóri Garðabæjar og Akraneskaupsstaðar, stundakennari við Endurmenntun og lagadeild Háskóla Íslands, svo dæmi séu nefnd. Hann hefur Cand. Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1975.

Heiðrún Jónsdóttir

stjórnarmaður

Heiðrún Jónsdóttir var fyrst kjörin í stjórn Símans 24. janúar 2013. Heiðrún er lögmaður hjá Aktis lögmannsstofu slf. Hún hefur meðal annars verið framkvæmdastjóri lögfræði- og samskiptasviðs hjá Eimskipafélagi Íslands hf., framkvæmdastjóri og meðeigandi LEX ehf., upplýsingafulltrúi Landsíma Íslands og lögmaður og starfsmannastjóri KEA svf. Hún er Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1995, hefur réttindi héraðsdómslögmanns (hdl.) 1996 og próf í verðbréfamiðlun 2006.

Helgi Magnússon

stjórnarmaður

Helgi Magnússon hefur setið í stjórn Símans frá 24. janúar 2013. Helgi hefur verið framkvæmdastjóri Eignarhaldsfélags Hörpu ehf. frá stofnun árið 2001. Hann var áður meðal annars framkvæmdastjóri Hörpu hf./Hörpu Sjafnar hf., ritstjóri Frjálsrar verslunar og rak eigin endurskoðunarskrifstofu. Hann útskrifaðist sem Cand. oecon í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1974 og sem löggiltur endurskoðandi árið 1975.

Stefán Árni Auðólfsson

stjórnarmaður

Stefán Árni Auðólfsson var fyrst kjörinn í stjórn Símans 2. júlí 2013. Stefán er lögmaður og meðeigandi Lögmanna Bárugötu slf. Hann starfaði áður hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins, á nefndasviði Alþingis og Lögmannsstofunni Fortis ehf. Þá hefur hann verið stundakennari í lögfræði við Háskólann á Bifröst. Stefán er Cand. jur. í lögfræði frá Háskóla Íslands 1999, LL.M. frá Kent Law School, Bretlandi 2003, héraðsdómslögmannsréttindi 2000, próf í verðbréfamiðlun 2006.


Tuttugu stærstu hluthafar Símans í árslok 2015

Hlutfallsleg eign
Lífeyrissjóður verslunarmanna 14,27
Gildi - lífeyrissjóður 8,18
Lífeyrissj.starfsm.rík. A-deil 7,62
Arion banki hf. 6,68
A.C.S safnreikningur I 5,77
L1088 ehf. 5,00
Stefnir - ÍS 15 3,91
Söfnunarsjóður lífeyrisréttind 3,41
Lífeyrissj.starfsm.rík. B-deil 2,77
Lífsverk lífeyrissjóður 2,72
Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,54
Landsbankinn hf. 2,42
Almenni lífeyrissjóðurinn 2,28
Festa - lífeyrissjóður 2,23
Íslandsbanki hf. 2,02
Stefnir - ÍS 5 1,59
Stafir lífeyrissjóður 1,47
Frjálsi lífeyrissjóðurinn 1,44
Eignaval - Hlutabréf 1,42
Lífeyrissjóður starfsm Rvborgar 1,27
Samtals: 78,99