Í stuttu máli

42%

Alls 318 starfsmenn fóru í frammistöðusamtöl innan Símans sjálfs á árinu eða 42% þeirra.

400

Fjöldi námskeiða var í boði hjá mannauði á árinu 2015 og sóttu rúmlega 400 starfsmenn námskeiðin.

21

Meðalstarfsaldur starfsmanna Mílu er 21 ár, en meðalaldur þeirra 49 ár.

Samanlögð starfsreynsla hjá Símanum og dótturfélögum hans undir lok árs 2015 nam 8.888 árum eða 10,62 árum að meðaltali. Þekking er meginstoð hátæknifyrirtækja og hjá Símanum er hún byggð á ríflega aldarlangri sögu félagsins sem var stofnað árið 1906.

Breytt skipulag samsteypunnar kallaði á mikið utanumhald Mannauðssviðs Símans á árinu 2015. Á árinu 2015 var þjónusta við stjórnendur og starfsmenn aukin. Í fyrsta sinn var boðið upp á markþjálfun til að styðja við stjórnendur og starfsmenn Símasamstæðunnar í þeim breytingum sem ráðist var í á árinu.

Langflestir starfsmenn samstæðunnar vinna hjá Símanum sjálfum eða 551 af 837. Meðalaldur starfsmanna Símans er 37 ár og meðalstarfsaldur þeirra rétt tæp tíu ár. Hjá Mílu starfa 107, meðalaldur starfsmanna er 49 ár og meðalstarfsaldurinn 21 ár.

Sensa er næst stærsta félag samstæðunnar með 133 starfsmenn. Meðalaldur innan Sensa er 40 ár og meðalstarfsaldur sjö. Starfsmenn Staka eru 22, meðalaldur þar er 44 ár og starfsaldurinn rúm 7 ár. Talenta er með 13 starfsmenn þar sem meðalaldurinn er 43 ár og starfsaldur telur 8,25 ár.

Tvö dótturfélög Símans hafa innan við tíu starfsmenn. Hjá Radíómiðun starfa 7 en 4 hjá On-Waves.

Skipting starfsmanna eftir fyrirtækjum

 

Meðalstarfsaldur innan samstæðunnar eru tæp ellefu ár. Þar dregur Míla meðaltalið upp, enda starfsmenn með nærri 21 árs meðalstarfsaldur innan hennar. Lægstur er meðalstarfsaldur innan On-Waves eða rétt rúm 3,5 ár.

Meðalstarfsaldur starfsmanna áratugur

 Unnið með sjálfbærni og samfélagsábyrgð að leiðarljósi

Samfélagsábyrgð er eitt af fjórum lykilmarkmiðum í stefnu Símans. Megináherslurnar í samfélagsábyrgð Símans eru fjórar: Örugg og fagleg þjónusta, mannauður, umhverfisvernd og samfélagsþátttaka.

Síminn er eitt sex félaga sem stofnaði Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem sett var á laggirnar árið 2011. Síminn leiddi stofnun miðstöðvarinnar. Markmið með Festu var að finna bestu aðferðir fyrir fyrirtæki við innleiðingu á stefnu um samfélagsábyrgð, stuðla að vitundarvakningu um samfélagsábyrgð fyrirtækja og hvetja til rannsókna á viðfangsefninu í samstarfi við háskólasamfélagið.


Síminn skilar framvinduskýrslu til Sameinuðu þjóðanna

merki UN Global Compact

Síminn undirritaði UN Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð í apríl 2013. Með undirrituninni skuldbindur Síminn sig til að virða tíu alþjóðleg viðmið um samfélagsábyrgð á sviði mannréttinda, vinnumarkaðar, umhverfis og baráttu gegn spillingu. Einnig skuldbindur Síminn sig til að skila inn framvinduskýrslu, þar sem sagt er frá aðgerðum og árangri þeirra. Síminn hefur gefið út tvennar framvinduskýrslur fyrir móðurfélagið. Þær ná ekki til dótturfélaganna.


Síminn vinnur að jafnrétti kynjanna

Síminn vill vinna að jafnrétti kynjanna og undirritaði Jafnréttissáttmála UN Women og UN Global Compact í nóvember 2013. Í sáttmálanum eru sjö viðmið um aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt.

Á árinu 2015 lækkaði hlutfall kvenna innan samstæðunnar. Staðan er misjöfn innan fyrirtækjanna. Staðan innan Staka og Sensa er síst en þar er rétt um ein kona meðal hverra tíu starfsmanna. Besti árangur ársins var innan Talenta þar sem fjórar af hverjum tíu eru konur en þær voru aðeins þriðjungur árinu á undan. Hjá móðurfélagi Símans er staðan góð og fjórar af hverjum tíu konur.

Símastarfsmenn þekkja samkeppnisrétt

Ábyrgur rekstur krefst fagmennsku og heiðarleika. Síminn leggur áherslu á fagmennsku og heiðarleika og að komið sé þannig fram við alla hagsmunaaðila, hvort sem það eru viðskiptavinir, fjárfestar, fjölmiðlar, samstarfsfólk, birgjar, lánadrottnar, keppinautar eða samstarfsaðilar. Fagmennska er einnig tryggð með framkvæmd áhættumats og reglulegum úttektum.

Starfsmenn Símans þekkja samkeppnisrétt og er markmiðið að koma í veg fyrir að starfsmenn taki rangar ákvarðanir. Þeir eru hvattir til taka fulla þátt í samkeppni á réttum forsendum og vita að brot á samkeppnislögum er aldrei í samræmi við hagsmuni samstæðunnar.

Starfsmenn vinna eftir siðareglum

Síminn hefur sett sér siðareglur og þær gilda fyrir félagið og öll dótturfélög þess. Siðareglunum er ætlað að auðvelda starfsmönnum Símans og tengdra félaga að taka ákvarðanir og gera það sem réttast þykir hverju sinni. Þær eru þó ekki tæmandi lýsing á æskilegri hegðun enda þurfa starfsmenn oft í störfum sínum að meta aðstæður og taka ákvarðanir sem byggja á dómgreind.

Frumskyldur starfsmanna Símans og tengdra félaga, er að leitast við að veita viðskiptavinum heiðarlega, vandaða og örugga þjónustu.400 starfsmenn á fjölbreyttum námskeiðum

Fjölbreytt námskeið og fyrirlestrar voru haldin fyrir starfsmenn á árinu þar sem þátttakendur voru rúmlega 400. Hjá stjórnendum var meðal annars lögð áhersla á vinnustaðagreiningar, frammistöðustjórnun og endurgjöf. Samningatækni, framkoma og tjáning voru einng áberandi hjá öðrum starfsmönnum sem og önnur hagnýt námskeið eins og notkun Excel, fjármálalæsi og enska.Síminn setur svip sinn á samfélagið

Síminn tryggir samfélagsábyrgð sína í verki með eftirfylgni samfélagsréttaráætlunar, áhættumati og endurskoðun öryggisstefnu sem og öðrum þeim verkefnum sem treysta rekstur Símans. Samfélagslegt hlutverk Símans er jafnframt að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir fólk og fyrirtæki í gegnum fjarskipti og upplýsingatækni. Með því mó́ti tekur Síminn virkan þátt í að efla atvinnulíf og byggð í landinu.

Á hverju ári styrkir Síminn fólk í leik og starfi og gefur þeim aukin tækifæri. Þótt Síminn standi að baki fjölda viðburða sem skapa tækifæri er stefna Símans í málaflokknum fyrst og fremst sú að samfélagsábyrgð sé samofin starfsemi Símans, farið sé að settum reglum og reksturinn sjálfbær.

Verkefni í fókus á árinu 2015 voru að bjóða ókeypis snjallsímanámskeið, veita samgöngustyrk til starfsfólks sem kýs umhverfisvæna samgöngumáta til og frá vinnu. Einnig studdi Síminn SAFT með bæklingagerð um fyrsta farsímann. Síminn styrkir einnig mörg önnur áhugaverð verkefni en þau helstu eru eftirfarandi:

  • RIG 2015- Síminn hefur verið einn helsti bakhjarl Reykjavíkurleikanna, Reykjavík International Games, síðustu ár.
  • SÓNAR og SÓNAR KRAKKAR - Síminn tók þátt í þessari tónlistarveislu og bauð yfir 50 börnum að læra að semja tónlist á snjalltæki.
  • UN Women - Síminn stóð að baki UN Women í verkefninu Milljarður rís ICELAND WINTER GAMES Á árinu styrkti Síminn sem fyrr bretta- og skíðamót með frjálsri aðferð á Akureyri, Iceland Winter Games.
  • SÍMAMÓTIÐ - Stúlknamót Breiðabliks í knattspyrnu er eitt stærsta verkefni Símans yfir sumarmánuðina.
  • ReyCup - Síminn elskar knattspyrnu og lét ekki sitt eftir liggja á ReyCup.


Mannauður í

markþjálfun

Tími gagngerrar

endurskipulagningar

Ragna Margrét Norðdahl,
mannauðsstjóri Símans

„Stolt starfsmanna eykst, starfsánægja var afar mikil og heldur áfram að aukast. Níutíu prósent starfmanna Símans segjast mæla með Símanum sem góðum vinnustað. Þetta skiptir lykilmáli og styður við eitt fjögurra lykilmarkmiða stefnu Símans, stolt stafsmanna.“

„Síðasta ár var ár breytinga innan samstæðunnar sem setti mark sitt á mannauðsmál Símans,“ segir Ragna Margrét Norðdahl mannauðsstjóri. Hlutverk mannauðs í þessum breytingum hafi verið skýrt, að styðja við stjórnendur og starfsmenn í breytingum og vernda um leið þá menningu sem einkenni fyrirtækið. „Við höfum stutt stjórnendur í öllum þeim skipulagsbreytingum sem hafa gengið yfir. Við lögðum aukna áherslu á dótturfélögin. Við studdum við starfsfólk Mílu þar sem töluverðar breytingar voru gerðar á skipulagi fyrirtækisins.“ Ragna segir að í kjölfarið hafi niðurstöður í vinnustaðagreiningunni og stjórnendamati tekið risastökk fram á við milli ára. „Starfsánægja jókst milli ára, traustið til stjórnenda hefur aukist. Þessi árangur er einn af mörgum sigrum ársins 2015.“

Ragna segir árangur vinnustaðamælinga, þegar kemur að Símanum sjálfum, einnig afar ánægjulegan. „Stolt starfsmanna eykst, starfsánægja var afar mikil og heldur áfram að aukast. Níutíu prósent starfmanna Símans segjast mæla með Símanum sem góðum vinnustað. Þetta skiptir lykilmáli og styður við eitt fjögurra lykilmarkmiða stefnu Símans, stolt stafsmanna. Stoltir starfsmenn og starfsánægja eru jafnframt gíðarlega mikilvægir þættir í því að gera Símann að eftirsóknarverðum vinnustað.“

Hvernig hefur verið stutt við stjórnendur?

„Við hófum að bjóða markþjálfun sem part af þjónustunni, fyrst fyrir stjórnendur og síðan einnig fyrir almenna starfsmenn. Reynst hefur mjög vel, á tíma mikilla breytinga, að styðja við bakið á þeim. Þetta er sá tími sem þeir þurfa skýran fókus svo þeir nái árangri í breytingunum. Góður árangur mælist í stjórnendamati og teljum við markþjálfunina eiga sinn þátt í því.“

Tiltekt og nýir ferlar hafa snert á mannauði, eins og öðrum deildum Símans á árinu.

„Talsverður tími hefur farið í að laga ferla. Við tókum yfir ný verkefni og höfum straumlínulagað og aukið sjálfvirkni. Þannig lögðum við okkar af mörkum við undirbúning að innleiðingu ISO vottunar,“ segir Ragna. „Svo höfum við náð að viðhalda metnaðarfullri áætlun um fræðslu frá árinu á undan, þegar við fengum nýtt kennslurými. Við lítum svo á að öflug þjálfun og fræðsla starfsmanna sé lykilatriði í hörðum heimi samkeppninnar og styðji um leið við stefnu Símans um að veita áreiðanlega og lipra þjónustu.“

Ragna og félagar í mannauði studdu einnig við Sensa. „Þar voru miklir umbrotatímar enda óx upplýsingatæknifyrirtækið úr 35 í 140 starfsmenn á árinu. Sensa er enn á fleygiferð. Þau eru enn í þeim fasa að sjá hvernig þau ætla að líta út fram á við. Þar mætast þrír ólíkir menningarheimar, fyrrum upplýsingatæknisvið Símans, Sensa og Basis. Fyrirtækið er því enn að taka á sig mynd. Við stefnum á að styðja enn frekar við bakið á því.“

Hvernig hefur árið 2015 áhrif á framhaldið?

„Síðasta ár var afar viðburðaríkt. Félagið fór á markað, starfsmenn fengu valrétt. Við sjáum meiri hollustu enda geta starfsmenn nú með beinum hætti notið góðs af því þegar vel gengur á markaði. Stoltið eykst, sem er mikið keppikefli fyrir okkur í mannauðnum. Allt hefur þetta áhrif og verður afar áhugavert og spennandi að sjá hvernig spilast úr því.“