Í stuttu máli

43%

Alls 43% starfsmanna Talenta eru konur en hlutfall þeirra var aðeins þriðjungur árið á undan.

25%

Tekjuaukning Talenta milli áranna 2014 og 2015 var um 25%.

61%

Afkomuaukning, EBITDA, Talenta jókst um 61% frá 2014.

Talenta ehf. sérhæfir sig í ráðgjöf, innleiðingu, þjónustu og þróun á SAP-viðskiptahugbúnaði. Hjá Talenta vinna reynslumiklir ráðgjafar með umfangsmikla þekkingu á SAP-kerfum, allt frá hönnun til reksturs. Mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki landsins eru á meðal viðskiptavina Talenta.

Talenta hefur á liðnu ári unnið markvisst að því að útvíkka starfsemi sína. Í dag býður Talenta sínum viðskiptavinum upp á alhliða ráðgjöf og þjónustu í málefnum er tengjast SAP. Undir þennan þátt fellur einnig ráðgjöf í leyfismálum, sem og leyfiskaup. Reynslan sýnir að Talenta getur í krafti öflugra tenginga við erlenda samstarfsaðila boðið hagstæð kjör á leyfismálum. Þótt Talenta hafi tekið þessa stefnumarkandi breytingu er kjarni félagsins enn sá sami, við erum fyrst og fremst þjónustufyrirtæki og látum dæma okkur eftir þeim verkum. Okkar metnaður liggur í að veita persónulegri og faglegri þjónustu við núverandi notendur SAP-kerfa. Við þjónustuna er sérstök áhersla lögð á sveigjanleika Talenta til aðlögunar inn í starfsumhverfi samstarfsaðila. Þannig getur Talenta starfað sem viðbótarrekstrareining hjá samstarfsaðilum sem hluti af þeirra innviðum. Talenta aðlagar sig á þann hátt að verkferlum og breytingarstjórnun samstarfsaðila sem gerir félagið að öflugum og sveigjanlegum valkosti til samstarfs.

Davíð Stefán Guðmundsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.


Talenta, með ykkur frá 2011

Fyrirtækið Talenta var stofnað árið 2011 út frá SAP deild Símans. Markmiðið var að nýta þann mannauð sem Síminn býr að ásamt SAP sérfræðingum félagsins til að þjónusta fyrirtæki utan samstæðunnar og auka þannig tekjur hennar.

Nánustu samstarfsaðilar Talenta eru:

 • iTelligence – þýskt fyrirtæki með yfir 2000 ráðgjafa
 • GTW – austurrískt fyrirtæki, sérhæfing í Telco
 • TCS – indverskt, alhliða SAP ráðgjafafyrirtæki
 • Staki – íslenskt fyrirtæki í eigu Símans, sérhæfing í rafrænum viðskiptum og skilum milli kerfa

Síminn samdi sameiginlega við Talenta og Itelligence um viðhaldsgjöld í SAP

Síminn samdi við Itelligence um viðhald á SAP á árinu 2015, en það er einn helsti samstarfsaðili Talenta. Með þessari aðgerð náði Síminn að lækka þjónustukostnað sinn umtalsvert. Þar til viðbótar þótti Símanum þjónustustig bæði Talenta og Itelligence framúrskarandi, en margt af því sem viðskiptavinir sjá sem breytilegan kostnað í rekstri er innifalið í sameiginlegum þjónustusamningi við Talenta og Itelligence.

Talenta flutti

Talenta flutti úr Ármúla 25 yfir í Síðumúla 32 í desember, nánar tiltekið í sama húsnæði og systurfélagið Staki ehf. Þessi tvö félög búa yfir sameiginlegri þekkingu sem mun styrkjast við sambúðina. Mikil ánægja var í herbúðum beggja félaga með þennan flutning.


Fjölbreytt verkefni Talenta

Daglegur kerfisrekstur, eftirlit og breytingastjórnun eru meðal verkefna reynslumikilla ráðgjafa Talenta. Félagið byggir á sérhæfðri reynslu þeirra og þekkingu og sækja þeir reglulega endurmenntun svo þeir geti alltaf veitt bestu hugsanlegu ráðgjöf og þjónustu við hugbúnaðargerð í SAP og WebMethods.

Meðal verkefna Talenta í tækniráðgjöf til viðskiptavina eru eftirfarandi:

 • Landslagsarkitektúr, þar sem hugað er að mismunandi högun kerfa og samspili þeirra.
 • Kerfisyfirfærsla (e. System copy) vegna breytinga á vélbúnaði, stýrikerfi eða gagnagrunni.
 • Uppfærslur á SAP hugbúnaðinum, enhancement-pökkum eða stuðningspökkum.
 • Villugreining.
 • Aðstoð og greining vegna afkasta/hægagangs.
 • Aðstoð vegna samskipta við SAP í flóknari málum.
 • Aðgangsstýringar og réttindamál.
 • Aðstoð við árlega notendatalningu gagnvart SAP.
 • Ráðgjöf vegna viðbóta

Talenta er framendi á stóru alþjóðlegu neti SAP sérfræðinga. Á þeim grunni getur Talenta boðið íslenskum viðskiptavinum hagstæð kjör á SAP leyfum og annarri ráðgjöf.

Endurbætur á núverandi umhverfi

Talenta býður viðskiptavinum sínum upp á endurmat á núverandi landslagi SAP kerfa með tillögum um betrumbætur. Mikil ánægja hefur ríkt með þessa vinnu og mun ráðgjöf á þessu sviði verða eitt af aðal áhersluatriðum Talenta árið 2016.Þekking á SAP

takmörkuð auðlind

Þekking á SAP

takmörkuð auðlind

Davíð Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Talenta

„SAP þekking er mjög takmörkuð auðlind og því höfum við unnið að því að gera 15 manna sérfræðiteymi Talenta að miðstöð fyrir alþjóðlega SAP þekkingu. Félagið er nú komið í öflugt samstarf við sterka erlenda aðila, jafnt austan hafs sem vestan.“

Davíð Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri hefur stýrt Talenta, dótturfélagi Símans, frá því í maí 2014. Hann hefur nær óslitið sinnt störfum hjá samsteypunni frá árinu 2001. Skýr stefna, vöxtur og ánægja starfsmanna eru lykillinn að árangri, að mati Davíðs, sem hefur fest samvinnu Talenta í sessi, þvert á landamæri.

„SAP þekking er mjög takmörkuð auðlind og því höfum við unnið að því að gera 15 manna sérfræðiteymi Talenta að miðstöð fyrir alþjóðlega SAP þekkingu. Félagið er nú komið í öflugt samstarf við sterka erlenda aðila, jafnt austan hafs sem vestan. SAP þekking er ekki sérhæfð eftir löndum og því getur sérfræðingur í Bretlandi unnið í SAP fyrir íslenskan markað og öfugt. Við höfum því verið að vinna að því að gera Talenta að þekkingarhúsi með öflugt bakland,“ segir Davíð sem er ánægður með árangurinn á árinu 2015.

Var það mikilvægt skref?

„Já, þegar ég tók við voru þessi tengsl ekki nægilega framsækin. Nú höfum við snúið þeirri þróun við með samstarfi við fyrirtæki sem heitir iTelligence. Það er alþjóðlegur endursölu- og þjónustuaðili fyrir SAP sem gefur okkur tækifæri til að bjóða hentugustu lausnirnar hverju sinni. Þótt starfsmenn Talenta séu aðeins fimmtán getum við með tengingum fyrirtækisins út í hinn alþjóðlega heim svarað öllum fyrirspurnum sem snúa að SAP fyrir íslenska markaðinn. Þannig veitum við bestu þjónustuna – byggða á alþjóðlegri reynslu,“ segir Davíð en Talenta vinnur helst í fjármálageiranum; með bönkum og tryggingafélögum, en einnig með flutningafyrirtækjum og öðrum upplýsingatæknifyrirtækjum.

Hvaða forskot gefur erlenda samstarfið Talenta?

„Samstarfið gerir það að verkum að engin fyrirspurn er of erfið fyrir okkur. Við bæði getum og höfum farið út fyrir þekkingarsvið Talenta í mörgum verkefnum. Við höfum þá verkefnastýrt og tryggt aðgengi að erlendum sérfræðingum og komið verkefnum hratt og vel í heimahöfn með góðum árangri,“ segir Davíð Stefán.

„Þessi viðleitni okkar opnaði íslenska SAP markaðinn – allt frá leyfismálum í sérhæfð þjónustuverkefni. Við færum íslenska markaðnum það besta og tökum þannig hagsmuni viðskiptavina umfram okkar eigin. Þeir eru ekki læstir í lausnum okkar.“

Hvers virði er svona samstarf starfsfólki Talenta?

Talenta væri ekkert án þess öfluga hóps sérfræðinga sem starfa hjá félaginu. Starfsfólk Talenta er ánægt með tækifærin sem alþjóðlegt samstarf elur af sér. Það er mikill lærdómur fólginn í því að tilheyra stærra SAP samfélagi en því sem Ísland býður upp á. Með slíkar tengingar eru starfsmenn að efla hæfi sitt á sama tíma og þeir fá tækifæri til að takast á við verkefni sem ella tæki mörg ár að komast í. Allt stuðlar þetta að aukinni ánægju starfsmanna sem er gríðarlega mikilvæg forsenda fyrir því að viðskiptavinir Talenta séu ánægðir.

Hvað er SAP?

SAP er öflugt viðskiptakerfi þar sem lausnirnar, sem sérsmíða þarf í öðrum kerfum, eru margar innbyggðar. Með SAP fæst mikil virkni sem sérsmíða þarf í öðrum viðskiptakerfum. Það er kosturinn og hefur SAP-heimurinn þróast í þá átt að veita æ breiðari hópi fyrirtækja lausnir,“ segir Davíð Stefán. „Þá er skýjavæðingin mjög ofarlega á teikniborði SAP og komandi misseri því spennandi.“