Í stuttu máli

22

Starfsmenn Staka eru samstals 22.

44

Meðalaldur starfsmanna Staka er 44 ár.

90%

Konur eru 10% starfsmanna Staka, karlar 90%.

Staki Automation ehf. er markaðsdrifið þjónustufyrirtæki sem leggur megináherslu á sjálfvirkni ferla. Starfsemin skiptist í höfuðatriðum í sjálfvirkni og stýringar á sviði iðnaðar og hugbúnaðargerðar, stýringu og meðhöndlun upplýsinga og sjálfvirkni og stýringu á ferlum með áherslu á rafræna reikninga.

Í fyrstu voru meginverkefnin á sviði verkfræði, sjálfvirkni í iðnstýringum og hugbúnaðargerð. Staki hefur síðan bætt við sig þekkingu á sviði rafrænna reikninga, sjálfvirkni í stýringu ferla og nú síðast í stýringu og meðhöndlun upplýsinga en nýjasta þjónusta Staka Automation ehf. er á sviði viðskiptagreindar þar sem sérfræðingar Staka veita ráðgjöf tengda greiningu gagna, úttektum ferla, nýtingu upplýsinga og uppsetningu á vöruhúsi gagna.

Meginhlutverk Staka er að veita þjónustu. Þá hefur félagið sett sér það markmið að brúa bil milli hefðbundinnar hugbúnaðargerðar og iðntölvuforritunar/-stýringa en það bil er sífellt að minnka.

Félagið er alfarið í eigu Símans. Hjá Staka er 21 stöðugildi.

Jón Eyfjörð Friðriksson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins.


Staki, með ykkur frá 2008

Myndmerki Staki

Þótt Staki geti rakið upphaf sitt til Verkfræðistofu Hafliða Loftssonar 1986 var formleg stofnun félagsins árið 2008. Verkfræðistofan sameinaðist ANZA árið 2003, Anza sameinaðist Símanum 2007 og um mitt ár 2008 var stofnað sér félag um hugbúnaðar-, iðnstýringa- og ráðgjafaþjónustuna undir merkjum Staka.


Vel sótt ráðstefna Staka

Um 130 fulltrúar frá um 90 fyrirtækjum mættu á ráðstefnu Staka um meðhöndlun gagna og mikilvægi skýrra ferla, sem haldin var þann 24.9. á Hótel Natur. Framsögu fluttu m.a. María Heimisdóttir sem talaði um hagnýtingu upplýsinga á Landspítala, Mika Leonsari frá QPR Software sem ræddi mikilvægi ferlagreininga til hagsbóta fyrir rekstur fyrirtækja. Þá ræddi Steven Schneider um öll þau loforð sem gefin hafa verið vegna sjálfsafgreiðslu í viðskiptagreind, Michael Voelund Kristiensen talaði um mikilvægi réttleika og gæða gagna, Sigurður Jónsson, sérfræðingur Staka, talaði um upplýsingastýringu og þá kynnti Friðbjörn Hólm reikningamiðlara Staka og hvað hann getur gert fyrir fyrirtæki sem eru að taka upp rafræna móttöku og sendingu skjala og reikninga. Ráðstefnan var afar vel heppnuð og líflegar umræður spunnust um ýmis þau málefni sem þarna voru á dagskrá.

Saman fram

með Símanum

Saman fram

með Símanum

Jón Eyfjörð Friðriksson, framkvæmdastjóri Staka

„Við höfum því unnið markvisst að því að koma okkur upp viðeigandi vopnabúri í samkeppninni. Við hjá Staka erum afar vel í stakk búin til að veita viðskiptavinum okkar virði þegar kemur að þjónustunni sem við sérhæfum okkur í; sjálfvirkni í ferlum.“

„Á síðasta ári jukum við enn á þekkingu Staka,“ segir Jón Eyfjörð Friðriksson, sem hefur starfað hjá Staka frá upphafsári fyrirtækisins, 2008. Árið var ár breytinga hjá fyrirtækinu sem flutti starfsstöðvarnar tvisvar og er nú í sama húsnæði og systurfélagið Talenta í Síðumúla 32.

„Þessi nálægð við Talenta skapar mörg tækifæri. Samstarfið við þetta systurfélag er einn af styrkleikum Staka sem eykur enn á víðtæka þekkingu samsteypunnar á SAP kerfum. Samstarfið nær fyrst og fremst utan um þjónustu Staka þegar kemur að rafrænum reikningum og ráðgjöf þar að lútandi.“

Hvernig var árið 2015?

„Við vorum í mikilli þróunarvinnu og höfum þróað reikningamiðlara, tól sem auðveldar fyrirtækjum og stofnunum að meðhöndla reikninga með rafrænum hætti. Miðlarinn breytir reikningastraumum í rafræna reikninga. Þetta hefur verið unnið í samvinnu Símans, Talenta og Staka. Svo unnum við mjög mikið að innleiðingu á nýju reikningagerðarkerfi, CBS, hjá Símanum – en öll þessi vinna leiðir til mikilla framfara innan fyrirtækjanna,“ segir Jón, beðinn um að gera upp árið í fáum orðum.

„Í Staka erum við að spá í ferla, daginn út og inn og þar liggur megin fókus okkar, þar sem við berum niður, hvort sem um ræðir iðnstýringar eða aðra vinnu. Við gerðum samning við finnskt fyrirtæki á sviði ferlagreininga, QPR Software, og tókum í notkun ferlagreini, QPR Process Analyser. Við sömdum einnig við Logi Analytics, bandarískt fyrirtæki, sem býður lausnir við skýrslugerð og greiningar en þangað stefnum við í meira mæli hjá Staka. Við höfum því unnið markvisst að því að koma okkur upp viðeigandi vopnabúri í samkeppninni,“ segir Jón í léttum tóni. „Við hjá Staka erum afar vel í stakk búin til að veita viðskiptavinum okkar virði þegar kemur að þjónustunni sem við sérhæfum okkur í; sjálfvirkni í ferlum.“

Jón nefnir einnig að Staki hafi náð árangri á árinu hvað varðar viðurkenningu á mikilvægi þess að forritun iðnstýringa lúti sömu lögmálum og almennt gildi um hugbúnaðargerð. Virðismat hefur breyst. „Segja má að það hafi verið og sé reyndar enn, nokkurskonar menningargap milli fólks sem vinnur við almenna hugbúnaðargerð og forritun iðnstýringa. Staki hefur frá upphafi lagt ríka áherslu á að brúa þetta gap og var sú skipulagsbreyting, sem við gerðum 2014, liður í því. Við höfum haldið ótrauð áfram á þeirri braut og finnum að dropinn er að hola steininn. Forritun iðnstýringa er vandasamt verk og mikilvægt að vel takist til. Því lýtur þessi forritun sömu lögmálum hjá Staka og önnur hugbúnaðargerð og unnið er eftir sömu ferlum. Þetta hefur gefið okkur tækifæri til þess að einblína enn betur á þessa þætti.“

Hvert stefnir svo á árinu 2016?

„Okkur líður sem vegur Staka sé nokkuð beinn og breiður. Við endurskoðum sífellt ferla og þau tól sem nýtt eru í takt við tækniþróun og tíma. Við höfum mjög breiða þekkingu og góða samstarfsaðila til að takast á við verkefni ársins með hagsmuni viðskiptavina okkar að leiðarljósi.“