Í stuttu máli

80%

Rúmlega áttatíu prósent starfsmanna Sensa eru með sérhæfða menntun í upplýsingatækni.

150

Starfsmenn Sensa státa af 150 Cisco gráðum og 130 Microsoft gráðum og tæplega 100 öðrum gráðum.

14

Ár sem fyrirtækið hefur verið rekið með hagnaði, eða alveg frá stofnun.

Sensa er leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni fyrirtækja, allt frá þjónustu í hýsingu og rekstri til net-, samskipta- og öryggislausna. Áhersla er á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini, öruggar og falla inn í krefjandi umhverfi þeirra.

Framboð Sensa spannar allt frá miðlægum lausnum; samskipta-, öryggis-, grunnkerfis- og notendalausnum til sérhæfðra lausna. Sensa veitir faglega þjónustu, ráðgjöf í góðu samstarfi við fagaðila eins og Cisco, Microsoft, Paolo Alto og NetApp.

Liðsheild Sensa er sterk, þekkingarstigið hátt og viðskiptasamböndin verðmæt. Þar starfa 136 manns, auk þess sem 20 starfa hjá dótturfélaginu Sensa DK í Danmörku. Sensa leggur mikið upp úr menntun starfsmanna og státar af um 150 Cisco gráðum, 130 Microsoft gráðum og tæplega 100 gráðum frá öðrum fagskólum og birgjum.

Rúmlega 80% fyrirtækisins eru með sérhæfða menntun í upplýsingatækni. Reynsla og þekking starfsmanna Sensa í hönnun, innleiðingu og rekstri kerfa, ásamt vali á búnaði, er ein sú mesta hér á landi. Það hefur leitt af sér að meðal viðskiptavina Sensa eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins.

Framkvæmdastjóri Sensa er Valgerður H. Skúladóttir.


Sensa framúrskarandi fyrirtæki

Sensa hefur hampað titlinum Framúrskarandi fyrirtæki CreditInfo 6 ár í röð, eða síðan byrjað var að veita þessa viðurkenningu árið 2010. Fyrirtækið hefur því til viðbótar verið ofarlega á lista VR yfir fyrirmyndafyrirtæki í mörg ár og bæði Sensa og Basis hafa oft vermt þrjú fyrstu sætin.


Ár breytinga og sigra

Myndmerki Cisco

Árið 2015 var ár mikilla breytinga hjá Sensa. Fyrirtækið hefur stækkað hratt. Sensa tók í byrjun árs yfir Upplýsingatæknisvið Símans og í maí tókust samningar milli Sensa og Basis um sameiningu. Starfsmannafjöldi fór úr 35, á árinu 2014, í 136 starfsmenn á innan við hálfs árs tímabili, eða rúmlega þrefaldaðist. Að auki starfa 20 starfsmenn hjá dótturfyrirtæki Sensa í Danmörku.

Dæmi um áskoranir við þessar breytingar er að skapa eina samhljóma menningu þar sem að koma þrír hópar og svo grundvallaratriði eins og sameining þriggja bókhalds- og reikningakerfa og þriggja tímaskráningar- og verkbókhaldskerfa. Á sama tíma var tryggt að allar vottanir væru í öruggum farvegi varðandi endurnýjanir. Þar má m.a. nefna ISO 27001 vottun, Cisco Gull Partner vottun og Microsoft Cloud Partner.

Þrátt fyrir vaxtarverki var 2015 eitt besta ár Sensa til þessa með mesta hagnað og veltu í sögu þess. Markmið Sensa, að viðskiptavinurinn sé ávallt settur í fyrsta sæti, var haft að leiðarljósi í gegnum allt ferlið og að í samvinnu okkar sé verið að skapa virði fyrir viðskiptavininn.


Ómar í CCIE Advisory Counsil hjá Cisco

Sensa Fyrirtæki ársins

Ómar Henningsson, þjónustustjóri hjá Sensa, situr í CCIE Advisory Counsil hjá Cisco. Í ráðinu sitja 25 manns frá öllum heiminum og er Ómar nú annar tveggja Norðurlandabúa og einn af fjórum frá Evrópu. Hver sérfræðingur situr lengst í fjögur ár og mun hann ná þeirri tímalengd.

CCIE-gráðan er ein sú efsta hjá Cisco og sú eftirsóknarverðasta. Ómar situr í ráðinu til að þróa með því menntunarstefnuna og gráðuna. Mikill heiður er af setu í ráðinu.

Cisco silver partner frá árinu

2004

Cisco Commercial Partner frá árinu

2004

Cisco Gold Partner frá árinu

2007


Sækjum fram með

réttu hugarfari

Sækjum fram með

réttu hugarfari

Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa

„Þrátt fyrir gríðarmiklar breytingar á innri starfseminni vorum við með veltumesta ár frá upphafi og einn mesta hagnað frá upphafi. Árið var því gríðarlega krefjandi um leið og það var gefandi.“

„Árið var ævintýralegt fyrir Sensa. Við keyptum Basis og sameinuðum upplýsingatæknisvið Símans innan Sensa. Við fluttum alla starfsemina í Ármúla 31, sameinuðum þrjú viðskiptakerfi í eitt kerfi, innleiddum nýtt verklag og þjónustukerfi til þess að fá betri yfirsýn og til að veita betri þjónustu,“ segir Valgerður H. Skúladóttir, framkvæmdastjóri Sensa, um síðasta ár, árið 2015.

„Þrátt fyrir gríðarmiklar breytingar á innri starfseminni vorum við með veltumesta ár frá upphafi og einn mesta hagnað frá upphafi. Árið var því gríðarlega krefjandi um leið og það var gefandi. Mikið fjör, margir sigrar og eins og gefur að skilja, í svona umróti, voru heilmikil átök. Stefnan var þó alltaf skýr. Ekkert skref á leiðinni var tilviljanakennt heldur tekið til að búa Sensa undir þá miklu breytingu sem er að verða í upplýsingatækni.“

Hvernig er að fjórfalda starfsmannafjöldann á einu ári? Náðir þú að halda í fyrirtækjamenningu Sensa?

„Fyrir mig persónulega var tilhugsunin erfiðari en reyndin, enda bjó ég við hlið fyrri vinnustaðar. Ég hefði aldrei trúað því fyrirfram hve fljótt ég aðlagaðist. Nú trúi ég því ekki að ég hafi aðeins unnið með sumu fólki hér í nokkra mánuði. Mér líður eins og ég hafi alltaf unnið með því, svo vel hefur gengið að hrista hópinn saman. Við lentum á nýjum stað, með nýja umgjörð og fórum að hlaupa. Fullt af verkefnum, fullt af tækifærum og margt í gangi,“ segir Valgerður og er stolt af árangrinum.

„Kúltúr er oft skepna sem skapar sig sjálf,“ segir Valgerður. „Auðvitað verður til ný menning sem hentar þessum 140 manna hópi. Stefnan er að taka það besta úr öllum hópum og leyfa þeim að stýra menningunni en sýn mín er þó sú að við brennum fyrir því sem við erum að gera. Það er hrikalega gaman að vinna í lausnum í upplýsingatækni. Hjá Sensa höfum við sens fyrir því að við vinnum fyrir viðskiptavininn og okkur stendur ekki á sama – hvert sem litið er. Okkur er annt um viðskiptavininn, samstarfsfélagana og fyrirtækið. Það er kjarninn. Ef starfsmenn ná þessu er ég komin með þann kúltur sem þarf. Öll gerum við góða hluti saman og höfum þá forvitni að vilja fara fram – ýta okkur áfram,“ segir hún.

„Ég hef þá trú að tæknin sé ekkert mál þegar kemur að sameiningum. Fólk er heldur ekkert mál. Stóra málið er að hafa vald á samskiptum innandyra og utan.“

Er Sensa komið á áfangastað?

„Sá dagur kemur ekki að við setjumst niður á endastöð. Við þurfum stöðugt að hreyfast með þróuninni sem er hröð innan upplýsingatækninnar. Ekki hvað síst í því hvernig þjónustan er afhent viðskiptavinum. Við endurmetum stöðugt hvaða þjónustu við bjóðum, hvernig við bjóðum hana og hvernig fólk við þurfum til þess. Það verkefni tekur ekki enda, því þá erum við hætt að gera það sem við eigum að vera að gera,“ segir Valgerður.

„Upplýsingatækni er að breyta því hvernig öll fyrirtæki vinna, hvernig einstaklingar vinna. Við þurfum því að horfa gagnrýnum augum á reglurnar – og brjóta þær ef þær henta ekki lengur. Við þurfum að breytast. Tvennt er áherslan fyrir þetta ár, sem einnig er afleiðing síðasta árs – árs breytinganna. Nú er yfirskriftin að hugsa um viðskiptavininn og á sama tíma hafa kjark til að brjóta reglurnar. Allt það sjálfgefna er ekki endilega best í dag. Með þetta í huga náum við lengra,“ segir Valgerður.

„Vegferð Sensa síðasta ár var ekki tilviljunarkennd. Sameiningin og kaupin á Basis voru ekki tilviljanir. Við höfum verið að undirbúa okkur undir þá miklu breytingu sem orðin er í upplýsingatækni. Stærra Sensa hefur tækifæri til þess að hafa stjórn á því hvernig upplýsingatækni er boðin fyrirtækjum á Íslandi. Hún þarf ekki að fylgja öðrum. Núna höfum við stærðina og þekkinguna í starfsfólki og viðskiptavinina til þess að gera meira og vera þar með meira virði fyrir viðskiptavininn,“ segir Valgerður.

„Við sjáum að stórir birgjar horfa til Sensa. Þeir sjá velgengina og að frá upphafi rekstrar höfum við sýnt hagnað. Við ætlum að vera með besta fólkið, öðruvísi hæfni, og við höfum kraftinn til breytinga. Sensa hefur breiddina, baklandið og þorið.“