Í stuttu máli

3

Þrjú gervitungl tryggja öruggt samband íslenska flotans.

50

Alls eru fimmtíu fljótandi farsímasendar um borð í skipum.

78.000

Nærri áttatíu þúsund kílómetrar er vegalengd sem símtal úr farsíma í skipi ferðast með viðkomu í gervitungli.

Radíómiðun hefur gegnt lykilhlutverki í innleiðingu nýrra fjarskipta- og hugbúnaðarlausna fyrir sjávarútvegsfyrirtæki í samstarfi við Símann. Aðaláhersla Radíómiðunar hefur allt frá fyrstu tíð verið þjónusta við sjávarútveginn. Síminn keypti fjarskiptahluta Radíómiðunar 2006 til þess að efla þjónustu við sjávarútvegsfyrirtæki og sækja fram með nýjar vörur og þjónustu fyrir þann markhóp.

Radíómiðun sér um sölu, uppsetningu og þjónustu fjarskiptabúnaðar fyrir sjávarútveginn og annast rekstur á IP símkerfum, sjónvarpskerfum og hugbúnaðarlausnum fyrir skipaflotann. Auk þess sér Radíómiðun um innflutning á fjölbreyttum notendabúnaði sem styður við þjónustu fyrirtækisins. Í samstarfi við Símann sér Radíómiðun um sölu og þjónustu á VSAT fjarskiptakerfinu sem hefur fengið góðar móttökur. Það er komið í nánast öll stærri skip íslenska flotans. Ásamt því selur Radíómiðun búnað og þjónustu frá Iridium og Inmarsat.

Framkvæmdastjóri Radíómiðunar er Þröstur Ármannsson.


Radíómiðun, með ykkur frá 1957

Radíómiðun myndmerki

Radíómiðun byggir á gömlum grunni en fyrirtækið var stofnað árið 1957. Í fyrstu sérhæfði Radíómiðun sig í sölu og þjónustu á siglinga- og fiskileitartækjum og síðar í fjarskiptabúnaði til nota bæði til sjós og lands. Aðaláherslur félagsins hafa því frá fyrstu tíð verið þjónusta við sjávarútveg.Tugir skipa með eigin senda frá Radíómiðun

Nærri fimmtíu skip í íslenska flotanum hafa sinn eigin farsímasendi frá Símanum. Einstakt er að fiskveiðiskip séu með eigin farsímasendi, eins og tíðkast hér við land. Hugmyndin er fengin í gegnum systurfélagið í samstæðu Símans, On-Waves, sem setur upp senda um borð í skemmtiferðarskipum og öðrum stórum skipum með hundruðum og þúsundum sjófarenda. Búið hefur verið þannig um hnútana að Radíómiðun geti boðið íslenskum fiskiskipum slíka lausn. Með farsímasendi um borð geta sjómenn notað eigin síma til að hringja heim.Hvar eru skipin?

Radíómiðun staðsetning á korti

Á vef Radíómiðunar má fylgjast með staðsetningu skipa allt í kringum landið.
Sjáðu staðsetningu skipa hér


Hröð 4G uppbygging á sjó

Tilkynnt var í apríl að 4G langdrægt Símans yrði sett upp á átján mánuðum. Það eflir enn netsambandið á sjó en Síminn býður sérstakt sjósamband fyrir sjófarendur – sem tryggir þeim samband um senda sem við landkrabbarnir teppum ekki. Gæðin og nethraðinn eru því meiri en ella.

Þrefalt kerfi Radíómiðunar

Öryggi, gæði og verð skipta útgerðirnar meginmáli þegar þær ákveða við hvaða fjarskiptafélög þær skipta þegar kemur að gervihnattasamböndum. Hjá Símanum og Radíómiðun er þjónustan sniðin að hverri útgerð. Misjafnt er hvernig þær haga greiðslu fyrir afnot á nettengingum um borð. Sumar kjósa fastan kostnað, aðrar greiða eftir notkun hverju sinni.

Síminn ásamt Radiomiðun hefur sett upp þrefalt kerfi til að sinna sjávarútveginum og sjómönnum á Íslandsmiðum og víðar. Um ræðir opið 3G/4G farsímakerfi sem er samnýtt með viðskiptavinum Símans til lands og sjávar, lokað 3G/4G sjósamband sem er eingöngu opið sjófarendum og VSAT yfir gervihnött.


VSAT styrkti sjósambönd

Búnaður frá Radíómiðun

Þróunin hefur verið hröð í sjósamböndum. Með til að mynda VSAT tengingunni hjá Radíómiðun, sem kynnt var til leiks 2007, lækkaði fjarskiptakostnaður útgerða mjög mikið og möguleikar á þjónustu við áhöfn gjörbreyttist. Þá fengu sjómenn internettengingu ofan á farsíma og útvarp.Við sníðum

þjónustu að útgerðunum

Við sníðum

þjónustu að útgerðunum

Þröstur Ármannsson, framkvæmdastjóri Radíómiðunar

„Mikil endurnýjun hefur verið í uppsjávarflota Íslendinga og hún kallar á meiri þjónustu. Sambandsleysi á sjó er algjörlega óásættanlegt. Áður voru þau litlu fjarskipti sem buðust lúxus. Þau eru nú grundvöllur hágæðavinnslu.“

„4G uppbyggingin með ströndinni, sem er viðbót við langdræga 3G kerfi Símans, stóð upp úr þegar kemur að sjósamböndum á árinu 2015,“ segir Þröstur Ármannsson, framkvæmdastjóri Radíómiðunar.

„4G kerfið tryggir sjómönnum aukinn nethraða og gæði. Annað framfaraskref á árinu var að við jukum nethraðann í gegnum VSAT okkar á gervihnatta um 40%. Mikil endurnýjun hefur verið í uppsjávarflota Íslendinga og hún kallar á meiri þjónustu. Sambandsleysi á sjó er algjörlega óásættanlegt. Áður voru þau litlu fjarskipti sem buðust lúxus. Þau eru nú grundvöllur hágæðavinnslu. Margt hangir á fjarskiptunum,“ segir Þröstur og er stoltur af góðri þjónustu Radíómiðunar og Símans við sjávarútvegsfyrirtæki landsins.

Hvað þarf til svo veita megi góða þjónustu á sjó?

„Góðir samstarfsaðilar, innlendir og erlendir, eru lykilatriði. Þá vinnum við stöðugt að vöruþróun til að bæta fjarskipti, bæði á sjó og landi,“ segir Þröstur. „Við þekkjum það hjá Radíómiðun hvað fjarskiptin eru mikilvæg. Flest stærri skipin eru háð gervihnöttum. Það er því mikil bylting fyrir þau að fá 40% meiri hraða. Það er einfaldlega svo að Facebook étur nú upp bandvíddina og við vinnum hörðum höndum að því að mæta þessari eftirspurn. Sjómenn vilja fylgjast með fjölskyldu og vinum. Við erum þar með þeim,“ segir Þröstur.

„Við hjá Radíómiðun stefnum á að bæta spennandi afþreyingarþjónustu á árinu og höfum unnið í nánu samstarfi við útgerðarfyrirtækin til að bæta bæði afþreyingu og öryggi á sjó. Radíómiðun hefur alltaf unnið mjög náið með útgerðarfélögum. Við sérsníðum lausnir fyrir hverja útgerð. Þær þekkja Radíómiðun vel og við þær. Þannig næst hagræðing því við getum boðið þeim nákvæmlega það sem þær þurfa.“