Í stuttu máli

5

Míla á ýmist fimm af átta eða þrjá af sex þráðum ljósleiðarahringsins kringum landið.

4,370

Heildarlengd ljósleiðarastofnlagna Mílu er nú 4.370 km.

90%

Ljósveita Mílu, sem Ljósnetið byggir á, nær nú til um 90% heimila.

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði. Kjarnastarfsemi Mílu felst í að byggja upp og reka fjarskiptainnviði á landsvísu. Hlutverk Mílu er að selja lausnir sínar til fyrirtækja og stofnana sem stunda fjarskiptastarfsemi og felst sérhæfing hennar meðal annars í rekstri og ráðgjöf vegna uppbyggingar fjarskiptakerfa og aðstöðuleigu í tækjarýmum og möstrum.

Míla á og rekur öflugt og fjölþætt fjarskiptakerfi sem byggist upp á tveimur meginkerfum, Stofnneti og Aðgangsneti. Stofnnet Mílu sér um flutning fjarskipta milli símstöðva og fjarskiptastaða um allt land auk þess að sjá um tengingar við útlandasambönd. Þetta er kjarni fjarskiptakerfisins sem tengir allar byggðir við landsnet fjarskipta. Aðgangsnet Mílu sér um flutning frá símstöð til endanotanda. Um er að ræða fjarskiptanet sem nær inn á nánast öll heimili og fyrirtæki í landinu. Auk þess býður Míla aðstöðuleigu fyrir viðskiptavini sína í tækjarýmum um allt land á um 600 stöðum.

Míla leggur mikla áherslu á stöðuga uppbyggingu fjarskiptakerfis síns, auk þess að setja á markað nýjar lausnir til að mæta þörfum markaðarins. Kerfi Mílu eru grunnur að fjölþættri fjarskiptaþjónustu um allt land og til útlanda, hvort sem það eru fjarskipti fyrir almenning, fyrirtæki eða öryggisfjarskipti.

Framkvæmdastjóri Mílu er Jón Ríkharð Kristjánsson


Með ykkur frá 2007

gamall sími

Þótt Míla hafi verið stofnuð árið 2007 rekur fyrirtækið sögu sína aftur til ársins 1906. Míla var stofnuð utan um grunnfjarskiptakerfi Símans, sem var undirstaða fjarskipta landsmanna í rúma öld.

Míla fjárfestir

í innviðum á Íslandi

Míla fjárfestir

í innviðum á Íslandi

Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu

„Míla er undirstaða fjarskipta á Íslandi. Míla fjárfestir mest í uppbyggingu fjarskiptainnviða á Íslandi og árlega leggur Míla verulega fjármuni í að tryggja öflug og örugg fjarskipti á landinu sem allir nota með einum eða öðrum hætti á hverjum degi.“

„Staða fjarskipta á Íslandi í alþjóðlegum samanburði er sterk. Alþjóðafjarskiptasambandið hefur meðal annars það hlutverk að fylgjast með stöðu og þróun fjarskipta í heiminum og þar er staða Íslands mjög sterk,“ segir Jón Ríkharð Kristjánsson, framkvæmdastjóri Mílu. Jón hefur stýrt félaginu frá nóvember 2014.

„Helsti styrkur Íslands felst í góðu aðgengi að þjónustu og aðgengi byggir á öflugum og traustum fjarskiptainnviðum. Einnig sýnir samantekt yfir stöðu háhraðaheimatenginga með yfir 30Mb/s á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum að þar er Ísland með yfirburðastöðu. Þessi árangur er enn athyglisverðari í ljósi þess að Ísland er erfitt land með tilliti til fjarskipta vegna fámennis, dreifðrar byggðar og veðurskilyrða,“ segir hann.

„Míla er undirstaða fjarskipta á Íslandi. Míla fjárfestir mest í uppbyggingu fjarskiptainnviða á Íslandi og árlega leggur Míla verulega fjármuni í að tryggja öflug og örugg fjarskipti á landinu sem allir nota með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Gegnum árin hefur Míla byggt upp landsdekkandi net fjarskiptainnviða sem nær inn á öll heimili og fyrirtæki í byggð og upp á fjallatoppa um allt land. Ástæða sterkrar stöðu Íslands í alþjóðlegum samanburði byggir fyrst og fremst á stöðu, uppbyggingu og fjárfestingum Mílu.“

Hver eru helstu verkefnin árið 2016?

„Lagning ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu er stærsta verkefni ársins en Míla hefur tilkynnt áform um að hafa lokið tengingu 30.000 heimila á höfuðborgarsvæðinu fyrir árslok 2016,“ segir hann um þau stóru áform.

„Önnur mikilvæg verkefni eru bæði áframhaldandi uppbygging háhraðanets í þéttbýli á landsbyggðinni og uppbygging stofntenginga víða um land. Á árinu er gert ráð fyrir að Míla flytji í nýtt húsnæði og bæti einnig við sig verulega af verkefnum. Þau snúa bæði að framkvæmdum og þjónustu við viðskiptavini,“ segir hann.

„Mikilvægi fjarskipta eykst stöðugt og við treystum á fjarskipti til daglegra starfa. Öryggi fjarskipta skiptir því gríðarlegu máli fyrir samkeppnishæfni og öryggi samfélagsins.“ Jón bendir á að það sjáist í fjárlögum ríkisins þar sem gert er ráð fyrir auknu framlagi til uppbyggingar fjarskiptainnviða í dreifbýli. „Um er að ræða fjármagn bæði til heimatenginga í dreifbýli og viðbóta í stofnlögnum. Míla ætlar taka þátt í þessum verkefnum en hefur áhyggjur af því hvernig staðið er að málum. Míla óttast að niðurstaðan gæti orðið samsafn ólíkra smákerfa sem verða óörugg og dýr í framkvæmd og rekstri.“

Hver er framtíð Mílu?

„Félagið gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi og er með sterka stöðu á markaði. Um leið er mikilvægi fjarskipta stöðugt að aukast og það sama á við um bandvíddarþörf. Í þessu umhverfi er félagið að eflast og stækka og verkefnum að fjölga. Þróunin innan félagsins hefur einnig verð jákvæð. Framtíð Mílu er því bæði björt og spennandi.“Breytt skipulag innan Mílu

Góð reynsla er af nýju skipulagi Mílu sem leit dagsins ljós í upphafi árs 2015. Niðurstaðan varð sú að velja grunnt skipulag sem byggir á sama grunni og áður. Í stað 3ja meginsviða, urðu þau 5: Stofnkerfi, Aðgangskerfi, Sala og þjónusta, Grunnkerfi og Hýsing. Stoðsviðin héldust óbreytt.

Samkvæmt nýju skipuriti eru stjórnendur þessir: Framkvæmdastjóri Mílu er Jón Ríkharð Kristjánsson. Daði Sigurðarson stýrir Stofnkerfum, Kristinn Ingi Ásgeirsson Aðgangskerfum, Hrund Grétarsdóttir stýrir Þjónustu og sölu. Þá stýrir Ingimar Ólafsson Grunnkerfum og Svanur Baldursson Hýsingu. Stjórnendur stoðsviða eru: Auður Inga Ingvarsdóttir lögfræðingur, Halldór Guðmundsson Tæknistoð og Sigrún Hallgrímsdóttir er fjármálastjóri.


Vöktun fjarskiptainnviðanna hjá Mílu

Í lok árs var ákveðið að búa til öfluga stjórnstöð þar sem allir þættir sem snúa að rekstri fjarskiptakerfa samstæðunnar yrðu vaktaðir á sama stað og í ársbyrjun 2016 var Stjórnstöð Símans flutt til Mílu. Við breytinguna skapast tækifæri til að byggja upp enn öflugri kerfisvöktun fyrir fjarskiptainnviði á landinu. Með yfirfærslu verkefna frá Símanum styrkist og eflist starfsemi Mílu og standa vonir til þess að byggð verði upp vöktun fyrir fleiri fjarskipta- og upplýsingatæknifyrirtæki hér á landi.Öruggari fjarskipti

með öflugri kerfisvöktun

Öruggari fjarskipti

með öflugri kerfisvöktun

Hrund Grétarsdóttir, sviðsstjóri Sölu og þjónustu Mílu

„Þegar náttúruvá ber að garði, svo sem óveður, eldgos eða jarðskjálfti er NOC Mílu mikilvæg miðlæg stjórnstöð fjarskipta sem vinnur með stjórnstöð Almannavarna.“

„Hlutverk Mílu er að vera undirstaða fjarskipta á Íslandi,“ segir Hrund Grétarsdóttir, sviðsstjóri Sölu og þjónustu Mílu. Þörfin fyrir öruggari fjarskiptarekstur sé sífellt að aukast í fjarskiptaheiminum. Kerfisvöktun Mílu (NOC) vaktar sambönd Mílu og ákveðinna viðskiptavina allan sólarhringinn allt árið um kring eftir fyrirfram ákveðinni forskrift. Þannig eru öll mikilvægustu sambönd landsnets fjarskipta vöktuð hvort sem þau tengjast almennri fjarskiptanotkun, flugumferð í kringum landið, neyðarfjarskiptum eða samböndum við útlönd.

„Þegar náttúruvá ber að garði, svo sem óveður, eldgos eða jarðskjálfti er NOC Mílu mikilvæg miðlæg stjórnstöð fjarskipta sem vinnur með stjórnstöð Almannavarna. Í þessum aðstæðum er NOC Mílu með heildaryfirsýn yfir ástand lykil fjarskipta á Íslandi og bregst við útföllum sem upp koma með því að kalla út sérfræðinga til að koma kerfinu aftur í gang. Upplýsingamiðlun til viðeigandi aðila, viðskiptavina, Almannavarna, fjölmiðla, ríkislögreglustjóra og fleiri er einnig stór partur af þessum aðgerðum,“ segir Hrund.

Hvernig mætir Míla þörfum viðskiptavina?

„Viðskiptavinir Mílu segja það lykilatriði í rekstri sínum að geta treyst Mílu fyrir að tryggja öryggi fjarskipta sinna viðskiptavina sem fara fram á ákveðinn uppitíma og þjónustustig tengt viðbragði við útföllum. Míla er vel í stakk búin til að sinna þessu hlutverki sínu þar sem fjarskiptanet fyrirtækisins nær um allt landið,“ segir Hrund.

„Míla tengir Ísland við útlandasambönd í sæstrengjum með ljósleiðurum á tveimur leiðum hringinn í kringum landið. Þetta þýðir að þegar slit verður á ljósleiðarahringnum getur Míla útvegað varaleið í gegnum ljósleiðarakerfi sitt eða örbylgjur sem lágmarkar útfall fyrir viðskiptavini Mílu.“

Hver er framtíðarsýn Mílu þegar kemur að kerfisvöktun?

„Framtíðarsýn NOC´s Mílu er að gæta öryggis fjarskipta á Íslandi. Mikilvægt skref í þeirri vegferð var tekið í byrjun árs 2016 þegar Míla tók yfir starfsemi Stjórnstöðvar Símans. Við sameininguna verður til enn öflugri stjórnstöð sem byggir á þekkingu í mannauði og kerfum. Fyrir vikið er Míla enn betur í stakk búin til að taka að sér aukin verkefni sem tengjast vöktun á fjarskiptainnviðum Íslands.“


Hringtenging ljósleiðara á Vestfjörðum

ethernet tengi

Það kom í hendur Mílu að vinna fyrri hluta hringtengingar stofnleiðar á Vestfjörðum. Framkvæmdir hófust í lok júlí. Orkubú Vestfjarða var samstarfsaðili Mílu í verkefninu og lagði 3ja fasa háspennustreng með ljósleiðaranum frá Borðeyri að Þorpum á Ströndum.

Alls nær strengurinn um 115 km langa leið en verkefninu lauk í byrjun desember. Um er að ræða ljósleiðarastofnstreng frá Stað í Hrútafirði að Hólmavík með viðkomu á nokkrum fjarskiptastöðum og með möguleika á tengingu ljósleiðaraheimtauga.


Allt að 100 Mb/s Ljósnet víða um land

100 Mb

Ljósnetið var eflt enn frekar á árinu 2015. Míla uppfærði Ljósnetskerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum þéttbýlisstöðum í nágrenninu með vigrun. Alls eru um 87 þúsund heimili komin með möguleika á að tengjast uppfærðu kerfi og fá 100 Mb/s nethraða.

Heimili á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum ná nú allt að 70 Mb/s hraða eftir að götuskápar í bæjarfélögunum voru tengdir. Á komandi ári verður framhald á. Að auki voru settar upp tengingar fyrir Ljósnet í litlum þéttbýliskjörnum víða um land og má þar nefna Gunnarshólma, Njálsbúð, Rif og Þykkvabæ. Örbylgjusamband til Hríseyjar var aukið og þar með hafa eyjarskeggjar, sem búa í innan við kílómetra fjarlægð frá tækjahúsi Mílu, möguleika á Ljósnetstengingu.

Míla á sinn þátt í að flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna. Það er svo í höndum þjónustufyrirtækjanna að tengja sína viðskiptavini á 100 Mb/s tengingu Mílu.

Míla á sinn þátt í að flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna. Það er svo í höndum þjónustufyrirtækjanna að tengja sína viðskiptavini á 100 Mb/s tengingu Mílu


Flestir fjarskiptainnviðir landsins í eigu Mílu

Míla mannauður

Míla er stærsti eigandi fastra fjarskiptainnviða á Íslandi. Netin samanstanda af ljósleiðurum og koparstrengjum sem liggja í jörðu, föstum örbylgjusamböndum og virkum búnaði sem sér um flutning fjarskipta milli staða.

Landshringurinn svokallaði er um 1.400 km að lengd og sér um flutning fjarskipta hringinn í kringum landið og tengingar við útlandasambönd. Míla hefur yfir að ráða þremur þráðum hringinn í kringum landið og tveimur að auki á flestum leiðum. Þrír þræðir eru á forræði ríkisins. Míla sér um rekstur og viðhalds landshringsins.Hraði Ljósnets

tvöfaldast

Hraði Ljósnets

tvöfaldast

Kristinn Ingi Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangskerfa Mílu

„Þróun háhraðatenginga í gegnum kopar heldur áfram. G.FAST tækni býður upp á allt að 1 Gb/s yfir koparlínu og er sú tækni á næsta leiti. Næsta tækni verður svo staðall sem kallast XG-FAST og býður upp á allt að 5-10Gb/s yfir kopar, en ekki er gert ráð fyrir þeirri tækni fyrr en um 2020.“

„VDSL2 tengingar eru megin uppistaðan í Ljóstengingum,“ segir Kristinn Ingi Ásgeirsson, forstöðumaður Aðgangskerfa Mílu. Með Ljósnetsuppbyggingu Mílu frá 2009 hefur verið hægt að veita allt að 50Mb/s Internethraða til heimila. Alls 120 þúsund heimili hafa nú möguleika á að tengjast þessari þjónustu. Á árinu náðu á þriðja tug þúsunda þessara heimila 100 Mb/s hraða.

Hvenær hófust prófanir á nýrri tækni?

Kristinn bendir á að með nýrri tækni, sem hefur verið í þróun á síðustu árum, sé nú hægt að tvöfalda gagnahraða VDSL2 tenginga upp í um og yfir 100Mb/s til notenda. „Tæknin sem notuð er heitir vigrun (e. vectoring) og hófust prófanir hjá okkur í desember 2012 þegar við gerðum tilraunir í samvinnu við framleiðanda búnaðarins. Í mars 2014 hófust svo stærri prófanir til nokkurra heimila frá einum götuskáp. Notendum var síðan fjölgað hægt og rólega og meiri kraftur settur í prófanirnar í byrjun ársins 2015. Þegar tilkynnt var um almenna opnun þjónustunnar 1. júní 2015 voru þegar um 6.000 notendur komnir með 100 Mb/s hraða. Í lok árs 2015 voru um 22 þúsund heimili með virka 100Mb/s tengingu á VDSL2,“ segir Kristinn Ingi.

Hver er staðan á 100Mb/s tengingum í dag?

„Míla ákvað að einbeita sér að höfuðborgarsvæðinu og nokkrum nágrannabyggðarlögum þess við uppbyggingu á vigrun, enda er hún nokkuð kostnaðarsöm. Nú eru 87 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu, á Akranesi, í Hveragerði, og Þorlákshöfn með möguleika á 100Mb/s Ljósnetstengingu með vigrun,“ segir Kristinn.

„Þróun háhraðatenginga í gegnum kopar heldur áfram. G.FAST tækni býður upp á allt að 1 Gb/s yfir koparlínu og er sú tækni á næsta leiti. Næsta tækni verður svo staðall sem kallast XG-FAST og býður upp á allt að 5-10Gb/s yfir kopar, en ekki er gert ráð fyrir þeirri tækni fyrr en um 2020, eða eftir um fjögur ár. Það er því nóg að gera í þróun nýrrar tækni á Ljósneti,“ segir Kristinn Ingi.


Allt að 100 Mb/s Ljósnet víða um land

Ljósnetið var eflt enn frekar á árinu 2015. Míla uppfærði Ljósnetskerfi sitt á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum þéttbýlisstöðum í nágrenninu með vigrun. Alls eru um 87 þúsund heimili komin með möguleika á að tengjast uppfærðu kerfi og fá 100 Mb/s nethraða.

Heimili á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum ná nú allt að 70 Mb/s hraða eftir að götuskápar í bæjarfélögunum voru tengdir. Á komandi ári verður framhald á. Að auki voru settar upp tengingar fyrir Ljósnet í litlum þéttbýliskjörnum víða um land og má þar nefna Gunnarshólma, Njálsbúð, Rif og Þykkvabæ. Örbylgjusamband til Hríseyjar var aukið og þar með hafa eyjarskeggjar, sem búa í innan við kílómetra fjarlægð frá tækjahúsi Mílu, möguleika á Ljósnetstengingu.

Míla á sinn þátt í að flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna. Það er svo í höndum þjónustufyrirtækjanna að tengja sína viðskiptavini á 100 Mb/s tengingu Mílu.

Míla á sinn þátt í að flestar háhraðatengingar eru á hvern íbúa á Íslandi þegar horft er til Norðurlandanna. Það er svo í höndum þjónustufyrirtækjanna að tengja sína viðskiptavini á 100 Mb/s tengingu Mílu


10.000

Alls tíu þúsund heimili geta nýtt sér GPON tengingar Mílu.

120.652

Yfir 120 þúsund heimili geta nýtt sér Ljóstengingar Mílu um VDSL.

104

Alls 104 störfuðu hjá Mílu í lok árs 2015 í jafnmörgum stöðugildum.


Ljósleiðari til heimila (FTTH)

Míla sagði frá því á árinu að til stæði að ljúka tengingu 30 þúsund heimila á höfuðborgarsvæðinu með ljósleiðaraheimtaug fyrir lok árs 2016. Við þá framkvæmd mun núverandi kerfi nýtast vel, þar sem ljósleiðari liggur að götuskápum í öllum hverfum á höfuðborgarsvæðinu. Þar með er aðeins eftir að bæta ljósleiðara við þann stutta spöl sem eftir er að heimilum. Að auki á Míla þegar ljósleiðara og rör tilbúin fyrir lagningu ljósleiðara inn á fjölda heimila á höfuðborgarsvæðinu.

Þessar eignir Mílu, þ.e. ljósleiðari í götuskáp ásamt ljósleiðurum og rörum inn á heimili, gerir tengingu Ljósnets með ljósleiðaraenda að hagkvæmum valkosti við áframhaldandi uppbyggingu aðgangsnetsins.


Gleðigangan á vefmyndavélum Mílu

Míla mannauður

Míla stillti vefmyndavélina sína í miðborginni sérstaklega fyrir árlegu gleðigönguna í miðbænum í ágúst. Vefmyndavélar Mílu hafa gefið þúsundum tækifæri til að upplifa landið. Hvað er að gerast við Tjörnina, Jökulsárlón, Gullfoss, já eða við Austurvöll? Það má sjá með aðstoð vefmyndavéla Mílu. Kíktu á vefmyndavélar Mílu.